Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2025 15:30 Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar