Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2025 15:30 Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar