Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2025 10:56 Gengið er inn um dyrnar og svo beygt til hægri til að komast í hraðbankann sem glæpamenn landsins virðast hafa mikinn áhuga á að ræna. Vísir/Anton Brink Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi. Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira