„Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2025 14:16 Betur fór en á horfðist í fyrstu. Fjölskyldan og svo bíllinn sem er gerónýtur. Lucy Anna segir gríðarlega mikilvægt að halda vöku sinni við akstur en þegar þetta var voru aðstæður eins og best verður á kosið. „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á. Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Betur fór en á horfðist. Lucy birti texta og myndir af bíl sem hafði farið út af á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Lucy Anna segist gera þetta til að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að það sé með athyglina óskipta á veginum þegar það er við akstur. „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn. Notum aldrei síma við akstur – tökum ekki skjáhættuna,“ segir Lucy Anna. Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur. Henni og manni hennar Páli Gunnlaugssyni var illa brugðið því bíllinn sem fór út var með dóttur þeirra Rakel Maríu og vinkonu hennar innanborðs. Betur fór en á horfðist. Fjölskyldan var að koma af vel heppnaðri páskaferð norður í landi þar sem þau voru að leika sér í tíu daga á vélsleðum og njóta lífsins. „Þetta gerðist núna á sunnudaginn, átta mínútur í sex í Melasveit,“ segir Lucy Anna sem rekur hárgreiðslustofuna Glamúr í Kópavoginum. Melasveit er nokkra kílómetra norðan Hvalfjarðarganganna. Engin bremsuför Þau hjónin voru á Ford Pickup með fjóra vélsleða í eftirdragi. Á eftir þeim kom Rakel María, sem nýlega er komin með bílpróf og Ásdís vinkona hennar á Toyota-bifreið. Færið var eins og best verður á kosið og ekki var ferð á þeim, eins og lætur nærri. Þau voru á 80 til 85 kílómetra hraða. Engin bremsuför mældust en það er kannski lán í óláni, því annars hefði bíllinn lent þversum í skurðinn og þá hefði farið verr. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, hvort hún var í símanum – þær muna þetta ekki almennilega. En miðað við slóðina þá voru engin bremsuför. Lögreglan telur mögulegt að hún hafi sofnað undir stýri. Vinkonan heldur að hún hafi mögulega verið að fá sér vatnssopa.“ Lucy Anna segist hafa nýlega verið búin að kíkja í spegilinn og athuga hvort hún væri ekki örugglega á eftir þeim. Þá byrjuðu símar þeirra að titra, en þeir eru með „crash detector“ sem láta vita ef eitthvað er að. „Eins og sést á myndunum höfðu þær keyrt yfir tún. Þetta er mjög skrítið því þetta var sléttur kafli.“ Að sögn Lucyar Önnu er Rakel María reið út í sjálfa sig en löggan sagði að ef hún hefði beygt eða bremsað þá hefði bíllinn lent þvert á skurðinum. Leggjum símunum þegar við keyrum „Og þá væru þær ekki hér til frásagnar. Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir Lucy Anna en stelpurnar sluppu ómeiddar frá atvikinu. Lucy Anna segir að þeir sem eru nýkomnir með próf séu eðli máls samkvæmt óreyndari og það verði einfaldlega að brýna árvekni fyrir þeim. „Þetta er svakalegt. Skilaboðunum rignir yfir mig með reynslusögum. Þetta er svakalegt. Lögregla og björgunarsveit mættar á svæðið til að draga bílinn upp úr skurðinum. Mamma stelpunnar lenti í því í gær að hún var að keyra við hliðina á vörubíl og lenti næstum á honum því hann var í símanum. Að fólk skyldi ekki hafa vaknað eftir slysið á Sigufjarðarveginum, að fólk sé ekki meira meðvitað. Við erum öll sek um að vera annars hugar við aksturinn og dýrmætt að fá áminningu.“ Lucy Anna segir að Rakel María hafi, þegar þau stoppuðu í Borgarnesi, kvartað undan þreytu. Og hún hafi verið að spá í að fá vinkonu sína til að keyra bílinn. En sú hafi ekki verið með próf á beinskiptan bíl eins og þann sem þær voru á.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent