Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 16:00 Núnez, Jota og Díaz eru allir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. Ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þrjá úr framlínu liðsins í sumar og vilji þá sérstaklega halda í Díaz. Clive Brunskill/Getty Images Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Sjá meira
Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Sjá meira