Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 16:00 Núnez, Jota og Díaz eru allir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. Ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þrjá úr framlínu liðsins í sumar og vilji þá sérstaklega halda í Díaz. Clive Brunskill/Getty Images Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira