Erlent

Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hitafundur Selenskí og Trump vakti mikla athygli.
Hitafundur Selenskí og Trump vakti mikla athygli. EPA

Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkráínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu.

Í samningnum felst einnig að Bandaríkin munu vinna að enduruppbyggingu Kænugarðs.

Ekkert varð að undirritun samskonar samnings í febrúar síðastliðnum eftir mikinn hitafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu.

„Þetta samkomulag gefur Rússum skýrt merki um að ríkisstjórn Trump vinni einbeitt að markmiði sínu um að koma á friði í Úkraínu til lengri tíma,“ segir Scott Bessent, fjármálaráðherra Banda­ríkj­anna, um samninginn.

„Það er skýrt að ekkert ríki eða einstaklingur sem hefur fjármagnað eða stutt við rússnesku stríðsvélina mun fá að græða á endurreisn Úkraínu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×