Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:33 Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun