„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2025 09:00 Kollegarnir Jordan Pickford og Asmir Begović. Richard Martin-Roberts/Getty Images Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira