Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. maí 2025 08:18 Nigel Farage var ansi kátur með úrslitin sem eru söguleg bæði vegna sigurs Umbótaflokksins og vegna skipbrots bæði Verkamannaflokks og Íhaldsflokks. AP Umbótaflokkurinn (Reform UK), undir stjórn Nigel Farage, vann stórsigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu báðir skipbrot og náðu samanlagt aðeins 35 prósent atkvæða, sem er sögulega lágt. Breska ríkisútvarpið greinir frá þegar búið er að telja flest atkvæði. Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, segir flokk sinn hafa tekið fram úr Íhaldsflokknum sem helsta stjórnarandstöðuflokki landsins eftir að Umbótaflokkurinn náði meirihluta í tíu sveitafélögum, vann sigur í tveimur borgarstjórakosningum og hirti þingsæti af Verkamannaflokknum í aukakosningu í kjördæminu Runcorn and Helsby. Þvert yfir landið fékk Umbótaflokkurinn 677 fulltrúa kjörna, Frjálslyndir demókratar fengu 370 fulltrúa kjörna, Íhaldsflokkurinn 317, Verkamannaflokkurinn 99, Óháðir 89 og Græningjar 80. „Endalok tveggja flokka stjórnmála“ Umbótaflokkurinn hefur keyrt mikið á útlendingamálum og hefur Farage sagst horfa mikið til Trump í áherslum sínum. Flokknum gekk sérstakelga vel á svæðum þar sem er mikið um ellilífeyrisþega og lítið um hákólanema. Í sumum sýslum í miðhéruðum Englands og í norðrinu fékk Umbótaflokkurinn meira en 60 prósent atkvæða og náði að nýta sér óánægju kjósenda með Verkamannaflokkinn sem er í stjórn og Íhaldsflokkinn sem stýrði landinu frá 2010 til 2024. Farage sagði á fjöldafundi í Durham þar sem Umbótaflokkurinn fékk 65 af 98 sætum að kosningin „markaði endalok tveggja flokka stjórnmála eins og við höfum þekkt þau í meira en öld í þessu landi“. Þá sagði hann kosninguna „upphafið að endi Íhaldsflokksins“. Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þegar búið er að telja flest atkvæði. Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, segir flokk sinn hafa tekið fram úr Íhaldsflokknum sem helsta stjórnarandstöðuflokki landsins eftir að Umbótaflokkurinn náði meirihluta í tíu sveitafélögum, vann sigur í tveimur borgarstjórakosningum og hirti þingsæti af Verkamannaflokknum í aukakosningu í kjördæminu Runcorn and Helsby. Þvert yfir landið fékk Umbótaflokkurinn 677 fulltrúa kjörna, Frjálslyndir demókratar fengu 370 fulltrúa kjörna, Íhaldsflokkurinn 317, Verkamannaflokkurinn 99, Óháðir 89 og Græningjar 80. „Endalok tveggja flokka stjórnmála“ Umbótaflokkurinn hefur keyrt mikið á útlendingamálum og hefur Farage sagst horfa mikið til Trump í áherslum sínum. Flokknum gekk sérstakelga vel á svæðum þar sem er mikið um ellilífeyrisþega og lítið um hákólanema. Í sumum sýslum í miðhéruðum Englands og í norðrinu fékk Umbótaflokkurinn meira en 60 prósent atkvæða og náði að nýta sér óánægju kjósenda með Verkamannaflokkinn sem er í stjórn og Íhaldsflokkinn sem stýrði landinu frá 2010 til 2024. Farage sagði á fjöldafundi í Durham þar sem Umbótaflokkurinn fékk 65 af 98 sætum að kosningin „markaði endalok tveggja flokka stjórnmála eins og við höfum þekkt þau í meira en öld í þessu landi“. Þá sagði hann kosninguna „upphafið að endi Íhaldsflokksins“.
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira