Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar 3. maí 2025 18:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar