„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2025 21:32 Hörður er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. vísir / diego Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. „Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
„Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira