5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 5. maí 2025 07:00 Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar