Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar 5. maí 2025 19:32 Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar