Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar 5. maí 2025 19:32 Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar