Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. maí 2025 07:46 Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun