Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 9. maí 2025 08:01 Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun