Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 9. maí 2025 08:01 Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun