Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar 7. maí 2025 08:01 Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa. Það var nefnilega harla fátt af því sem hún hafði að segja, sem er sannleikanum samkvæmt, kannski einna helst það að allir þurfi að borga leigu. Við skulum grípa niður í viðtalið í DV: „DV spurði Sigrúnu út í tvö tengd mál sem hafa verið í fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það framganga eins leigjandans, síbrotakonu sem heldur nágrönnum sínum í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða og skemmdarverka. Hins vegar er það mál Sigurbjargar Jónsdóttur, leigjanda í húsinu, sem borin var út úr íbúð sinni í dag …“ Svarið er skráð svona í DV: „Ég get því miður ekki talað opinberlega um málefni tiltekinna einstaklinga, en bæði þessi mál eru í vinnslu. Í öllum tilvikum þarf að fylgja ákveðnum lögum og reglum varðandi húsreglnabrot og önnur brot og við erum að fylgja því. […] Að útburðarmálið sé í vinnslu er auðvitað haugalygi. Því var lokað með níðingsverkinu í gærmorgun. Sé hitt málið í einhvers konar vinnslu hefur sú vinnsla staðið yfir í meira en tvö ár. Ég sé í minnispunktum mínum, að það hefur verið 3. ágúst 2023, sem ég lagði leið mína í höfuðstöðvar Félagsbústaða til að ræða mögulega flutning Sigurbjargar, dóttur minnar, í skárra húsnæði. Ég talaði þá við konu sem greinilega gegndi einhverri stjórnunarstöðu og henni reyndist mætavel kunnugt um ástandið í stigaganginum. Ef Sigrún telur sig vera að fylgja lögum og fylgja eftir og reglum um húsreglnabrot er hún annaðhvort að segja vísvitandi ósatt eða hún er fullkomlega ófær um að gegna þessu starfi. Og reyndar getur þetta tvennt farið ágætlega saman. Spurð hvort hún kannist við að meðal leigjenda Félagsbústaða séu einstaklingar, sem geti verið hættulegir umhverfi sínu, svarar hún: „Ef það eru einstaklingar sem eru hættulegir öðrum þá þurfa að vera þannig aðstæður að hægt sé að tryggja öryggi annarra.En við erum í sambandi við fólkið og erum að vinna þetta eftir bestu getu. Það er kannski ekki alveg nægjanlegt.” Við skulum gefa framkvæmdastjóranum prik fyrir að vita að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi fólks, en að Félagsbústaðir séu í sambandi við íbúa og reyni að vinna úr málum eftir bestu getu, virðist í allra besta lagi vera bull. Og í síðustu málsgreininni er orðinu ”kannski” algerlega ofaukið. Þótt lítilvægt sé, má halda því til haga að Félagsbústaðir létu þrífa stigaganginn um sjöleytið í gærmorgun – í fyrsta sinn í manna minnum var efnislega haft eftir einum íbúanum. Eftir athygli fjölmiðla daginn áður hefur sennilega þótt rétt að gera fínt áður en ljósmyndarar mættu á staðinn. Reyndar vill svo huggulega til að Sigrún Árnadóttir gæti sjálf átt á hættu að vera ”borin út” af vinnustað sínum, þar sem hún er sökuð um ógnarstjórn og vanvirðingu. Í vetur var hún spurð að því á starfsmannafundi hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnun Sameykis. Svar Sigrúnar var einfalt. Hún rak spyrjandann úr vinnunni þar og þá – á fundinum, fyrir framan starfsfólkið. Samkvæmt frásögn Vísis brást stjórn Félagsbústaða við kvörtunum starfsfólks á hefðbundinn hátt, þegar í hlut á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Stjórnin samdi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, um að ”greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat.” Hvernig væri nú að stjórnin réði þetta fyrirtæki til að greina umhverfið í Bríetartúni 20 og vinna áhættumat? Er fólki nokkuð mismunað eftir tekjum, stétt eða stöðu hjá stjórn Félagsbústaða? En mál Sigrúnar er greinilega í vinnslu. Tenglar: Viðtal DV við Sigrúnu: https://www.dv.is/frettir/2025/5/6/framkvaemdastjori-felagsbustada-um-astandid-brietartuni-thetta-er-sannarlega-ekki-god-stada/ Frásögn Vísis af máli Sigrúnar: https://www.visir.is/g/20252700672d/skyndilegur-brottrekstur-kornid-sem-fyllti-maelinn Höfundur er gamalmenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fíkn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa. Það var nefnilega harla fátt af því sem hún hafði að segja, sem er sannleikanum samkvæmt, kannski einna helst það að allir þurfi að borga leigu. Við skulum grípa niður í viðtalið í DV: „DV spurði Sigrúnu út í tvö tengd mál sem hafa verið í fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það framganga eins leigjandans, síbrotakonu sem heldur nágrönnum sínum í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða og skemmdarverka. Hins vegar er það mál Sigurbjargar Jónsdóttur, leigjanda í húsinu, sem borin var út úr íbúð sinni í dag …“ Svarið er skráð svona í DV: „Ég get því miður ekki talað opinberlega um málefni tiltekinna einstaklinga, en bæði þessi mál eru í vinnslu. Í öllum tilvikum þarf að fylgja ákveðnum lögum og reglum varðandi húsreglnabrot og önnur brot og við erum að fylgja því. […] Að útburðarmálið sé í vinnslu er auðvitað haugalygi. Því var lokað með níðingsverkinu í gærmorgun. Sé hitt málið í einhvers konar vinnslu hefur sú vinnsla staðið yfir í meira en tvö ár. Ég sé í minnispunktum mínum, að það hefur verið 3. ágúst 2023, sem ég lagði leið mína í höfuðstöðvar Félagsbústaða til að ræða mögulega flutning Sigurbjargar, dóttur minnar, í skárra húsnæði. Ég talaði þá við konu sem greinilega gegndi einhverri stjórnunarstöðu og henni reyndist mætavel kunnugt um ástandið í stigaganginum. Ef Sigrún telur sig vera að fylgja lögum og fylgja eftir og reglum um húsreglnabrot er hún annaðhvort að segja vísvitandi ósatt eða hún er fullkomlega ófær um að gegna þessu starfi. Og reyndar getur þetta tvennt farið ágætlega saman. Spurð hvort hún kannist við að meðal leigjenda Félagsbústaða séu einstaklingar, sem geti verið hættulegir umhverfi sínu, svarar hún: „Ef það eru einstaklingar sem eru hættulegir öðrum þá þurfa að vera þannig aðstæður að hægt sé að tryggja öryggi annarra.En við erum í sambandi við fólkið og erum að vinna þetta eftir bestu getu. Það er kannski ekki alveg nægjanlegt.” Við skulum gefa framkvæmdastjóranum prik fyrir að vita að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi fólks, en að Félagsbústaðir séu í sambandi við íbúa og reyni að vinna úr málum eftir bestu getu, virðist í allra besta lagi vera bull. Og í síðustu málsgreininni er orðinu ”kannski” algerlega ofaukið. Þótt lítilvægt sé, má halda því til haga að Félagsbústaðir létu þrífa stigaganginn um sjöleytið í gærmorgun – í fyrsta sinn í manna minnum var efnislega haft eftir einum íbúanum. Eftir athygli fjölmiðla daginn áður hefur sennilega þótt rétt að gera fínt áður en ljósmyndarar mættu á staðinn. Reyndar vill svo huggulega til að Sigrún Árnadóttir gæti sjálf átt á hættu að vera ”borin út” af vinnustað sínum, þar sem hún er sökuð um ógnarstjórn og vanvirðingu. Í vetur var hún spurð að því á starfsmannafundi hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnun Sameykis. Svar Sigrúnar var einfalt. Hún rak spyrjandann úr vinnunni þar og þá – á fundinum, fyrir framan starfsfólkið. Samkvæmt frásögn Vísis brást stjórn Félagsbústaða við kvörtunum starfsfólks á hefðbundinn hátt, þegar í hlut á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Stjórnin samdi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, um að ”greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat.” Hvernig væri nú að stjórnin réði þetta fyrirtæki til að greina umhverfið í Bríetartúni 20 og vinna áhættumat? Er fólki nokkuð mismunað eftir tekjum, stétt eða stöðu hjá stjórn Félagsbústaða? En mál Sigrúnar er greinilega í vinnslu. Tenglar: Viðtal DV við Sigrúnu: https://www.dv.is/frettir/2025/5/6/framkvaemdastjori-felagsbustada-um-astandid-brietartuni-thetta-er-sannarlega-ekki-god-stada/ Frásögn Vísis af máli Sigrúnar: https://www.visir.is/g/20252700672d/skyndilegur-brottrekstur-kornid-sem-fyllti-maelinn Höfundur er gamalmenni
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun