Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2025 07:24 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira