Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Árni Jóhannsson skrifar 7. maí 2025 22:18 Þjálfari Njarðvíkinga Einar Árni Jóhannsson hafði í nægu að snúast. Vísir / Jón Gautur Hannesson Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30