Samþykktu Trump-samninginn einróma Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 12:26 Frá fundi Vólódímírs Selenskí og Donalds Trump í Hvíta húsinu í febrúar. Þar sauð upp úr milli forsetanna. AP/ Mystyslav Chernov Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum verður stofnaður fjárfestingarsjóður sem notaður verður til uppbyggingar í Úkraínu og munu Bandaríkjamenn geta sótt tekjur í hann. Reuters segir úkraínska þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af skorti á upplýsingum um það hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður og hvernig honum yrðu stjórnað. Allir 338 þingmennirnir sem greiddu atkvæði samþykktu þó samninginn. Enginn greiddi atkvæði gegn því eða sat hjá. Umfangsmiklar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna en gerð samningsins hefur tekið langan tíma og reynt töluvert á samband ríkjanna. Bandaríkjamenn hafa margsinnis breytt kröfum sínum og þótt gagna allt of hart fram gegn Úkraínumönnum á köflum. Frá námu í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Meðal annars hafa Bandaríkjamenn reynt að nota samninginn til að fá Úkraínumenn til að greiða fúlgur fjár fyrir þá hernaðaraðstoð sem þeir hafa þegar fengið frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Síðan þá hefur samningurinn tekið nokkrum breytingum sem Úkraínumenn hafa sagt jákvæðar. Yulia Svyrydenko, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir samninginn grunninn að áframhaldandi samskiptum við mikilvæga bandamenn. Öryggismál verði hönd í hönd við efnahagsmál. Security must go hand in hand with the economy. This is how the United States sees the basis for cooperation. This is how our Economic Partnership Agreement with America is built — so that there are all opportunities for security cooperation.— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) May 8, 2025 Hún segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, hafa lagt mikla áherslu á að samkomulagið væri í hag Úkraínumanna og að sjóðnum yrði stýrt af báðum aðilum. „Það er einmitt það sem við höfum tryggt. Samningurinn felur ekki í sér skuldaákvæði né skuldbindingu til fjárfestinga í frjálsa og fullvalda Úkraínu,“ skrifaði Svyrydenko á X. Hún segir að Úkraínumenn muni áfram eiga auðlindir sínar og að verkefni sem sjóðurinn verði notaður til að styrkja verði lögð til af Úkraínumönnum. Einnig taki samningurinn tillit til mögulegrar inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið í framtíðinni og skuldbindingar ríkisins á því sviði. Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínu gífurlega mikilvæg og þá sérstaklega þegar kemur að loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Ráðamenn í Úkraínu segja mikla þörf á að bæta stöðu loftvarna landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09 Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Samkvæmt samningnum verður stofnaður fjárfestingarsjóður sem notaður verður til uppbyggingar í Úkraínu og munu Bandaríkjamenn geta sótt tekjur í hann. Reuters segir úkraínska þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af skorti á upplýsingum um það hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður og hvernig honum yrðu stjórnað. Allir 338 þingmennirnir sem greiddu atkvæði samþykktu þó samninginn. Enginn greiddi atkvæði gegn því eða sat hjá. Umfangsmiklar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna en gerð samningsins hefur tekið langan tíma og reynt töluvert á samband ríkjanna. Bandaríkjamenn hafa margsinnis breytt kröfum sínum og þótt gagna allt of hart fram gegn Úkraínumönnum á köflum. Frá námu í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Meðal annars hafa Bandaríkjamenn reynt að nota samninginn til að fá Úkraínumenn til að greiða fúlgur fjár fyrir þá hernaðaraðstoð sem þeir hafa þegar fengið frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Síðan þá hefur samningurinn tekið nokkrum breytingum sem Úkraínumenn hafa sagt jákvæðar. Yulia Svyrydenko, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir samninginn grunninn að áframhaldandi samskiptum við mikilvæga bandamenn. Öryggismál verði hönd í hönd við efnahagsmál. Security must go hand in hand with the economy. This is how the United States sees the basis for cooperation. This is how our Economic Partnership Agreement with America is built — so that there are all opportunities for security cooperation.— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) May 8, 2025 Hún segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, hafa lagt mikla áherslu á að samkomulagið væri í hag Úkraínumanna og að sjóðnum yrði stýrt af báðum aðilum. „Það er einmitt það sem við höfum tryggt. Samningurinn felur ekki í sér skuldaákvæði né skuldbindingu til fjárfestinga í frjálsa og fullvalda Úkraínu,“ skrifaði Svyrydenko á X. Hún segir að Úkraínumenn muni áfram eiga auðlindir sínar og að verkefni sem sjóðurinn verði notaður til að styrkja verði lögð til af Úkraínumönnum. Einnig taki samningurinn tillit til mögulegrar inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið í framtíðinni og skuldbindingar ríkisins á því sviði. Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínu gífurlega mikilvæg og þá sérstaklega þegar kemur að loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Ráðamenn í Úkraínu segja mikla þörf á að bæta stöðu loftvarna landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09 Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40
Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09
Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21