Leikstjórinn James Foley er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 09:18 James Foley leikstýrði þrettán kvikmyndum í fullri lengd á sínum tæplega fjörutíu ára ferli. Getty Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira