Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 10. maí 2025 11:32 Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar