Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. maí 2025 12:02 Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun