Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. maí 2025 12:02 Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mótmælaaldan gegn Ísraelsríki hefur risið hátt undanfarna viku. Fjöldi reiðipistla hefur birst hér í skoðanadálkinum og utanríkisráðherra hefur ýjað að því að beita Ísrael þrýstingi á alþjóðavettvangi. Þetta eru margkveðnar vísur. Átökin í Ísrael hafa ítrekað verið borin saman við ýmsa smánarbletti mannkynssögunnar, ekki síst við Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Sumir vonast til að mótmæli, málaferli og efnahagsleg sniðganga muni á einhvern hátt knésetja Ísrael. En þær væntingar munu ekki verða að veruleika. Fyrir það fyrsta er samanburðurinn við Suður-Afríku vanhugsaður. Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ástæður þess að stjórnarfar ríkjanna er ekki sambærilegt. En stjórnarfarið er ekki það eina sem er ólíkt. Það er líka grundvallarmunur á Gyðingum í Ísrael annars vegar og hvítum Suður-Afríkubúum hins vegar. Fyrir það fyrsta byggir sjálfsmynd Gyðinga ekki á húðlit. Margir þeirra eru dökkir á hörund og skera sig ekki frá grannþjóðunum í útliti. Gyðingar eru þar að auki í miklum meirihluta í Ísrael, um 75% íbúa, en hvítir Suður-Afríkubúar eru einungis um 7% íbúa Suður-Afríku. Áhrif sjálfsmyndar á baráttuþrek hópa verða seint vanmetin. Staðreyndin er sú að sjálfsmynd og menning hvítra Suður-Afríkubúa er í grundvallaratriðum evrópsk. Líklega hafa þeir alla tíð haft á tilfinningunni að þeir séu í raun aðkomumenn. Það er því lítil furða að sniðganga og alþjóðlegur þrýstingur hafi að lokum borið árangur í því tilfelli. Það sama á ekki við um ísraelska Gyðinga. Þeir leggja höfuðáherslu á tengsl sín við landið sjálft. Þeir eru meðvitaðir um skyldleika þjóðtungu sinnar, hebresku, við önnur tungumál á svæðinu. Þeir eru auk þess meðvitaðir um að trú þeirra og menning reki uppruna sinn þangað. Þeir upplifa sig því ekki á nokkurn hátt sem aðkomufólk. Þvert á móti tala margir þeirra um sig sem sabra (nafn á harðgerðri eyðimerkurplöntu) sem þýðir í þessu samhengi innfæddur. Einnig er vert að hafa í huga að kröfur helstu andstæðinga Ísraels eru ekki einungis endalok hernaðaraðgerða Ísraels heldur endalok Ísraelsríkis eins og það leggur sig. Frá sjónarhóli ísraelskra Gyðinga er því sjálf tilvist þjóðríkis þeirra í húfi. Þótt yfirstandandi átök á Gazasvæðinu séu umdeild, jafnt innan Ísraels sem utan, er sjálfur tilvistarréttur Ísraels ekki umdeildur í Ísrael. Ísraelar eru sammála um mikilvægi þess að verja og viðhalda tilvist ríkisins. Þar skipta viðskiptahagsmunir eða álit umheimsins engu máli. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar geta auðvitað fordæmt Ísrael að vild. En vilji þeir raunverulega stilla til friðar verða þeir að skilja á hvaða forsendum sjálfsmynd Ísraela byggir. Annars verður þeim lítið ágengt. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun