Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Reykjavík Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri. Í ár er gert ráð fyrir að bálfarir verði um 1.260 talsins og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Hlutfall þeirra sem kjósa bálför á Íslandi stefnir nú í um 50% á landsvísu en voru um 44% árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið enn hærra eða um 60%. Rekstur bálstofu má því óhætt kalla mikilvægan innvið í íslensku samfélagi. Ný bálstofa langt komin í Gufunesi Eins og allir þekkja er núverandi bálstofa komin til ára sinna og þrátt fyrir töluvert viðhald og endurbætur standa ofnar ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til rekstur bálstofu í dag. Undanfarin 25 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkur ítrekað bent á brýna þörf fyrir endurnýjun bálstofu. Nærri tveir áratugir hafa liðið síðan ný bálstofa var teiknuð og lóð undirbúin á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði en þegar bankahrunið varð árið 2008 voru öll áform sett á bið. Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar á hratt, vel og á hagkvæman hátt. Tryggja þarf fjármögnun Kirkjugarðar Reykjavíkur munu ekki geta klárað byggingu nýrrar bálstofu nema að rekstur og fjárfesting séu tryggð með einhverjum hætti eða að afstaða dómsmálaráðuneytisins liggi fyrir. Kirkjugarðar Reykjavíkur fá um 72 milljónir í tekjur á ári frá hinu opinbera fyrir rekstur og viðhald bálstofu. Það stendur hvorki undir föstum kostnaði, fjármagnskostnaði né endurbótum. Miðað við 1250 bálfarir á ári er greiðsla fyrir hverja bálför nú um 57.000 krónur sem er um helmingur þess sem tíðkast fyrir sambærilega þjónustu í Noregi og á Bretlandi, þar sem greitt er um 110.000 – 175.000 krónur fyrir hverja bálför. Fái Kirkjugarðar Reykjavíkur sem nemur sambærilegu gjaldi og tíðkast þar er hægt að ráðast tafarlaust í að klára bálstofuna í Gufunesi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun