Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. maí 2025 11:01 Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar