Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar 12. maí 2025 18:00 Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Grænland Fiskeldi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun