Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2025 07:38 Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað yfir Austur-Úkraínu árið 2014. Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum skutu flugvélina niður með flugskeyti sem rússnesk stjórnvöld sáum þeim fyrir. AP Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir austanverðri Úkraínu þar sem átök uppreisnarmanna hliðhollir Rússlandi og úkraínska hersins geisuðu fyrir ellefu árum. Allir 298 farþegar og áhöfn vélarinnar fórust. Af þeim voru 196 Hollendingar og 38 Ástralir. Ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurst0ðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt aþjóðlegum lögum um flugumferð þegar malasíska flugvélin var skotin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin tekur afstöðu í deilu aðildarríkja, að því er segir í frétt The Guardian. Hollensk og áströlsk stjórnvöld hvöttu stofnunina til þess að komast fljótt að niðurstöðu um bótaskyldu Rússa. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, fagnaði úrskurðinum og hvatti Rússa til þess að axla loks ábyrgð á voðaverkinu og að bæta fyrir það eins og þeim sé skylt samkvæmt alþjóðalögum. „Þessi niðurstaða sendir líka skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að ríki geti ekki brotið alþjóðalög án afleiðinga,“ sagði Caspar Veldkamp, hollenski utanríkisráðherrann. Neita allri ábyrgð Rússnesk stjórnvöld hafa frá upphafi neitað ábyrgð á því að hafa skotið vélina niður þrátt fyrir að niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggi fyrir um það. Þau sögðu sig einnig einhliða frá viðræðum við Holland og Ástralíu árið 2020. Ríkin tvö höfðuðu málið á vettvangi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í kjölfarið. Þrír menn voru fundnir ábyrgir fyrir því að hafa skotið flugvélina niður í réttarhöldum sem hollensk stjórnvöld héldu árið 2022. Þeir voru dæmdir að sér fjarstöddum. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði mál af þessu tagi átt að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir.
Fréttir af flugi Sameinuðu þjóðirnar Rússland Holland Ástralía Malasía MH17 Tengdar fréttir Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47
Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka. 8. febrúar 2023 19:15
Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. 17. nóvember 2022 15:01
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“