Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 08:00 Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Baldvin Ingi Sigurðsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun