Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar 13. maí 2025 11:16 Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun