Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar 13. maí 2025 13:01 Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðaþjónusta Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun