Körfubolti

Sjáðu stemmnings­mynd­bandið fyrir odda­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brittanny Dinkins sækir að körfu Hauka. Rósa Björk Pétursdóttir og Lore Devos eru til varnar.
Brittanny Dinkins sækir að körfu Hauka. Rósa Björk Pétursdóttir og Lore Devos eru til varnar. vísir/diego

Haukar og Njarðvík eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld.

Leikur Hauka og Njarðvíkur hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.

Spennan er mikil fyrir leiknum og til að stytta biðina fram að stóru stundinni er tilvalið að horfa á skemmtilegt stemmningsmyndband sem Samúel Ari Halldórsson, framleiðandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna, útbjó.

Klippa: Stemmningsmyndband fyrir oddaleikinn

Haukar unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en Njarðvíkingar hafa unnið síðustu tvo leiki og því ráðast úrslit rimmunnar í oddaleik í kvöld.

Haukar hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar, síðast vorið 2018, þegar liðið vann Val í oddaleik. Njarðvík hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, í bæði skiptin á Ásvöllum (2012 og 2023).

Bæði lið hafa unnið einn titil í vetur. Haukar urðu deildarmeistarar en Njarðvíkingar bikarmeistarar.


Tengdar fréttir

„Mætum óttalaus“

Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×