Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. maí 2025 22:01 Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Heimilisofbeldi Eldri borgarar Flokkur fólksins Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun