Handbolti

Allt opið hjá Degi sem kveður franska stór­liðið

Sindri Sverrisson skrifar
Dagur Gautason er að fara að spila sína síðustu leiki í treyju Montpellier
Dagur Gautason er að fara að spila sína síðustu leiki í treyju Montpellier Mynd: Montpellier

Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason yfirgefur Montpellier í sumar eftir að hafa þjónað franska stórliðinu undanfarið í neyðarástandi sem skapaðist í febrúar.

Montpellier fékk Dag frá Arendal í Noregi eftir að sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas sleit hásin og gerði Akureyringurinn þá samning sem gildir til sumars.

Dagur staðfestir í samtali við handbolta.is í dag að hann verði ekki áfram hjá Montpellier eftir tímabilið sem brátt klárast. Hann segir félagið hafa verið búið að tryggja sér hornamann frá PSG auk þess sem Pellas sé enn samningsbundinn félaginu og því hafi ekki verið fjármagn til að hafa Dag sem þriðja vinstri hornamanninn í hópnum.

Dagur verður því laus og liðugur í sumar og getur valið sér nýtt félag. Hann kveðst vera að líta í kringum sig en að ekkert tilboð sé í hendi sem stendur.

Dagur á enn eftir fjóra leiki með Montpellier í frönsku 1. deildinni og er einnig á leið í úrslitahelgina í Hamburg í Evrópudeildinni, þar sem Montpellier mætir Kiel í undanúrslitum 24. maí en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Melsungen og Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×