Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:32 Dedrick Basile býr sig undir að skjóta. vísir/hulda margrét Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
„Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31
„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33