Enski boltinn

Segist ekki ætla að hætta en viður­kennir að hann gæti verið rekinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Veit að hann þarf að fara sækja úrslit.
Veit að hann þarf að fara sækja úrslit. Joe Prior/Getty Images

Það er annað hljóð í Rúben Amorim, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Manchester United, fyrir leikinn gegn Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Stutt er síðan Amorim gaf til kynna að hann gæti sagt upp sem þjálfari félagsins en gengið hefur verið vægast sagt hörmulegt síðan hann tók við. Liðið er þó enn taplaust í Evrópu. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Amorim segist ekki ætla að gefast upp og ætlar ekki að segja starfi sínu lausu sama hvað. Hann viðurkennir þó að hann gæti verið rekinn haldi slæmt gengi liðsins áfram. Hann er hins vegar með „skýrt plan“ um hvernig snúa eigi gengi liðsins við.

„Ég er langt frá því að hætta. Það sem ég er að segja er að síðan ég kom hingað hef ég talað um standarda. Ég get ekki séð úrslitin í deildinni án þess að segja eitthvað og axla ábyrgð,“ sagði Amorim við fjölmiðla.

„Ég er með skýrt plan varðandi hvað þarf að gera. Ég skil vandamál liðsins.“


Tengdar fréttir

Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×