Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 11:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna í Katar í morgun. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um. „Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt. Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06
Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57
Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55