Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar 15. maí 2025 12:02 Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Greiðslumiðlun Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun