Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 15. maí 2025 21:00 Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar