Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira