Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2025 12:32 Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Ríkisútvarpið Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun