Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 17. maí 2025 12:32 Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun