Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar 17. maí 2025 13:01 Í Völuspá segir á einum stað: Bræður munu berjast og að bönum verðast, [...] (vers 44) Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn. Hefur maðurinn síðan þroskast eitthvað eða erum við andlega enn á steinaldarstigi? Fyrir um það bil sexþúsund árum kom fram á sjónarsviðið þjóð við ósa Efrat og Tígris eru kölluðust Súmerar. Þeir tóku aldeilis til höndinni. Byggðu borgir en ein af þeim hét Úr (meira um hana í næsta pistli). Þeir byggðu skóla, sjúkrahús, hallir og heimili. Þeir lögðu stund á læknisfræði, lögfræði og landbúnað. Þeir veltu vöngum yfir gæðum lands, vökvuðu akra og engi og tömdu sér húsdýr. Þeir hugðu að gangi himintungla og fetuðu guðavegi og ákölluðu guði er þessa þjóð hafði skapað (meira um þá síðar). Friðsamir voru þeir og fengu lengi vel að una í friði frá sínum herskáu grönnum, Assýringum og Babýlóníumönnum sem þurftu síðar nauðsynlega að leggja undir sig grannþjóðir og hneppa í ánauð og gerast stórveldi. Af þeirra völdum og annarra hurfu Súmerarar af sjónarsviðinu. Á hverri öld hafa heimsveldi risið til lengri eða skemmri tíma og hnigið og ekki þarf upp að telja. Diktatorar og týrannar taka völd á hverju árhundruði og stundum margir í senn. Þessa stundina er þeir nánast um allan heim og þar sem þeir ríkja má ekki hafa skoðanir hvað hafa uppi gagnrýni. Dæmi: Í Kína situr einn og hugar að landvinningum. Hann gerir kröfur til Kínahafs. Annar trónir í Tyrklandi og verða Kúrdar að þjóna og þeyja, sitja og standa eins og hann vill. Rússlandi stjórnar nú nýr Stalín og í skjóli hans öskrar Kremlarbjörn í vestur og berar tennur og mundar klær. Hann á sér leynda vini í Evrópu svo sem Ungverja og Slóvaka sem langar að því er virðist að ganga erinda Kremlarbjössa. Ísrael er undir stjórn heittrúðaðra leiddir af manni, sem hagar sér eins og fasisti, eða hvað annað á að kalla þjóðarmorðingja? Í Bandaríkjunum er stórfurðu- og hættulegur forseti sem gefur frat í mannréttindi og lýðræði í landinu sem jafnrétti og trúfrelsi var sett í sjórnarskrá. Yfir hana telur hann sig hafinn sem og lög og rétt. Allir þessir aðilar gefa dauðann og djöfulinn í frelsi, jafnrétti og bræðalag en það sem verra er að mannslíf eru einskis virði í þeirra hugum. Þá vilja þeir sýnast trúaðir sumir því þeir sjást stöku sinnum í kirkjum, moskum og sýnagógum. Leiðtogi ísraelsmanna hefur það á stefnuskrá að bola öllum palestínumönnum burt úr Ísrael þvert á alþjóðleg lög. Þetta hafa landar hans raunar haft að leiðarljósi allar götur síðan ríki gyðinga var stofnað árið 1948. Týranninn í Kreml fetar dyggilega í slóð forvera sinna og beinir spjótum sínum Evrópu í sama mund og hann murkar lífið úr frændum sínum í Úkraínu og ef verðandi diktator Bandaríkjanna kemur ekki til hjálpar ef og þegar styrjöld brýst út verða ráðamenn vesturlanda að herða vopnaframleiðslu sem ákafast. Og ef diktatorinn áðurnefndur ákveður að sölsa undir sig Grænland hvort mun þá Nató bregðast við? Í framhjáhlaupi er stutt yfir sundið til Íslands og Jörgen heitinn hundadagakóngur þurfti ekki nema 150 manns til þess til þess að leggja undir sig land og þjóð. Og ég spyr enn: Erum við þá enn á andlegu steinaldarstigi, herskáir hirðingjar og safnarar ef ekki víkingar? Hver er þroskinn, þróunin, hin andlega vakning? Sagan endurtekur sig í sífellu og mannkyn hefur ekkert lært í Völuspá segir: [...] skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma. Völuspá ku vera ort a.m.k. fyrir landnám íslands. Höfundur er Praep.hon.emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Völuspá segir á einum stað: Bræður munu berjast og að bönum verðast, [...] (vers 44) Ég uggi orðið mjög um framtíð barna minna og reyndar allra barna í þessum heimi. Það eru víða kolsvartar blikur á lofti og um næstum allan heim berast menn á banaspjót. Enginn veit fyrir víst hvenær maðurinn birtist fyrst á fold, en eitt er ljóst að hann lærði fljótt að drepa sér til matar og síðar fóru ættbálkar að ráða hver á annan í baráttu um svæði og gæði og stendur sú barátta enn. Hefur maðurinn síðan þroskast eitthvað eða erum við andlega enn á steinaldarstigi? Fyrir um það bil sexþúsund árum kom fram á sjónarsviðið þjóð við ósa Efrat og Tígris eru kölluðust Súmerar. Þeir tóku aldeilis til höndinni. Byggðu borgir en ein af þeim hét Úr (meira um hana í næsta pistli). Þeir byggðu skóla, sjúkrahús, hallir og heimili. Þeir lögðu stund á læknisfræði, lögfræði og landbúnað. Þeir veltu vöngum yfir gæðum lands, vökvuðu akra og engi og tömdu sér húsdýr. Þeir hugðu að gangi himintungla og fetuðu guðavegi og ákölluðu guði er þessa þjóð hafði skapað (meira um þá síðar). Friðsamir voru þeir og fengu lengi vel að una í friði frá sínum herskáu grönnum, Assýringum og Babýlóníumönnum sem þurftu síðar nauðsynlega að leggja undir sig grannþjóðir og hneppa í ánauð og gerast stórveldi. Af þeirra völdum og annarra hurfu Súmerarar af sjónarsviðinu. Á hverri öld hafa heimsveldi risið til lengri eða skemmri tíma og hnigið og ekki þarf upp að telja. Diktatorar og týrannar taka völd á hverju árhundruði og stundum margir í senn. Þessa stundina er þeir nánast um allan heim og þar sem þeir ríkja má ekki hafa skoðanir hvað hafa uppi gagnrýni. Dæmi: Í Kína situr einn og hugar að landvinningum. Hann gerir kröfur til Kínahafs. Annar trónir í Tyrklandi og verða Kúrdar að þjóna og þeyja, sitja og standa eins og hann vill. Rússlandi stjórnar nú nýr Stalín og í skjóli hans öskrar Kremlarbjörn í vestur og berar tennur og mundar klær. Hann á sér leynda vini í Evrópu svo sem Ungverja og Slóvaka sem langar að því er virðist að ganga erinda Kremlarbjössa. Ísrael er undir stjórn heittrúðaðra leiddir af manni, sem hagar sér eins og fasisti, eða hvað annað á að kalla þjóðarmorðingja? Í Bandaríkjunum er stórfurðu- og hættulegur forseti sem gefur frat í mannréttindi og lýðræði í landinu sem jafnrétti og trúfrelsi var sett í sjórnarskrá. Yfir hana telur hann sig hafinn sem og lög og rétt. Allir þessir aðilar gefa dauðann og djöfulinn í frelsi, jafnrétti og bræðalag en það sem verra er að mannslíf eru einskis virði í þeirra hugum. Þá vilja þeir sýnast trúaðir sumir því þeir sjást stöku sinnum í kirkjum, moskum og sýnagógum. Leiðtogi ísraelsmanna hefur það á stefnuskrá að bola öllum palestínumönnum burt úr Ísrael þvert á alþjóðleg lög. Þetta hafa landar hans raunar haft að leiðarljósi allar götur síðan ríki gyðinga var stofnað árið 1948. Týranninn í Kreml fetar dyggilega í slóð forvera sinna og beinir spjótum sínum Evrópu í sama mund og hann murkar lífið úr frændum sínum í Úkraínu og ef verðandi diktator Bandaríkjanna kemur ekki til hjálpar ef og þegar styrjöld brýst út verða ráðamenn vesturlanda að herða vopnaframleiðslu sem ákafast. Og ef diktatorinn áðurnefndur ákveður að sölsa undir sig Grænland hvort mun þá Nató bregðast við? Í framhjáhlaupi er stutt yfir sundið til Íslands og Jörgen heitinn hundadagakóngur þurfti ekki nema 150 manns til þess til þess að leggja undir sig land og þjóð. Og ég spyr enn: Erum við þá enn á andlegu steinaldarstigi, herskáir hirðingjar og safnarar ef ekki víkingar? Hver er þroskinn, þróunin, hin andlega vakning? Sagan endurtekur sig í sífellu og mannkyn hefur ekkert lært í Völuspá segir: [...] skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma. Völuspá ku vera ort a.m.k. fyrir landnám íslands. Höfundur er Praep.hon.emeritus
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar