Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar 18. maí 2025 17:00 Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun