Körfubolti

Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sadio Doucoure liggur hér á vellinum eftir að Hlynur Bæringsson braut á honum.
Sadio Doucoure liggur hér á vellinum eftir að Hlynur Bæringsson braut á honum. Vísir

Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla.

Tindastóll getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld með sigri á Stjörnunni í Ásgarði. Tindastóll byrjaði frábærlega í leiknum og náði forskoti strax í upphafi leiks.

Seint í öðrum leikhluta fékk hinn margreyndi Hlynur Bæringsson óíþróttamannslega villu fyrir ansi groddaralegt brot á Sadio Doucoure.

Dómarar leiksins skoðuðu atvikið í skjánum og voru eflaust að velta fyrir sér hvort brotið verðskuldaði brottvísun en óíþróttamannslega villan stóð og Hlynur fékk að halda leik áfram.

Brot Hlyns má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar má meðal annars sjá Auðunn Blöndal, harðan stuðningsmann Tindastóls, reiðast og kalla eftir viðbrögðum frá dómurum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×