Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. maí 2025 06:01 Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar