„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:33 Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Hún var þá að undirbúa sig fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið en segir þá keppni hafa breyst í martröð. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira
Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Sjá meira