Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 12:48 Björgunarsveitarmenn við störf í mynni Patreksfjarðar. Landsbjörg Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að útkallið í Seyðisfirði hafi komið upp úr klukkan eitt hafi borist tilkynning frá fólkinu sem hafi verið á siglingu á litlum skemmtibát. Bátnum hafði á einhvern hátt hvolft og fólkið sem var um borð, fimm manns, komist á kjöl bátsins. Björgunarsveitin Ísólfur hafi brugðist við þessu og sjósett björgunarbát, Björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupstað auk smærri björgunarbáts björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupstað. Auk þess var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út. Um tuttugu mínútum eftir útkall var búið að bjarga öllum skipverjum um borð í björgunarbát Ísólfs, Árna Vilhjálmsson og var þá öðrum snúið við, skipum, bátum og þyrlu samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Fólkið var samkvæmt tilkynningu flutt í land og varð ekki meint af þessu óhappi. Í kjölfarið fór áhöfn Árna Vilhjálms aftur á slysstað og náði að koma bátnum á réttan kjöl og draga til hafnar. Aðgerðum í Seyðisfirði var lokið upp úr þrjú í nótt. Fjögur útköll vegna strandveiðibáta Síðar, í morgun, bárust svo með skömmu millibili fjögur útköll vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fyrsta útkallið var vegna báts í Faxaflóa, skammt undan Syðra Hrauni, sem hafði orðið fyrir vélarbilun. Skipverji þurfti að drepa á vél bátsins ella hefði sjór flætt inn. Björgunarbáturinn Margrét Guðbrands frá Björgunarfélagi Akraness fór á vettvang og tók bátinn í tog og fer með hann til Akraness. Annað útkallið barst um tíu mínútum síðar vegna báts í Ísafjarðardjúpi sem var án vélarafls. Björgunarsveitin Kofri fór í það verkefni á nýjum björgunarbát sveitarinnar, Svan, og eru skipin nú í mynni Ísafjarðardjúps á leið til lands. Björgunarskipið Vörður II r nú á leið til hafnar á Patreksfirði í þéttri þoku en með fiskibátinn í togi.Landsbjörg Klukkutíma síðar, eða rétt upp úr klukkan átta, barst svo beiðni frá litlum fiskibát í mynni Patreksfjarðar, enn á ný vegna vélarbilunar. Björgunarskipið Vörður II hélt þegar út til aðstoðar og er nú á leið til hafnar á Patreksfirði samkvæmt tilkynningu í þéttri þoku en með bátinn í togi. Og rétt um níu í morgun barst svo fimmta útkallið, þegar áhöfn Hannesar Þ Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði var kölluð út vegna lítils fiskibáts sem staddur var vestur af Syðra Hrauni með bilaða vél. Björgunarsveitir Sjávarútvegur Múlaþing Vesturbyggð Akranes Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Strandveiðar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að útkallið í Seyðisfirði hafi komið upp úr klukkan eitt hafi borist tilkynning frá fólkinu sem hafi verið á siglingu á litlum skemmtibát. Bátnum hafði á einhvern hátt hvolft og fólkið sem var um borð, fimm manns, komist á kjöl bátsins. Björgunarsveitin Ísólfur hafi brugðist við þessu og sjósett björgunarbát, Björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupstað auk smærri björgunarbáts björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupstað. Auk þess var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út. Um tuttugu mínútum eftir útkall var búið að bjarga öllum skipverjum um borð í björgunarbát Ísólfs, Árna Vilhjálmsson og var þá öðrum snúið við, skipum, bátum og þyrlu samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Fólkið var samkvæmt tilkynningu flutt í land og varð ekki meint af þessu óhappi. Í kjölfarið fór áhöfn Árna Vilhjálms aftur á slysstað og náði að koma bátnum á réttan kjöl og draga til hafnar. Aðgerðum í Seyðisfirði var lokið upp úr þrjú í nótt. Fjögur útköll vegna strandveiðibáta Síðar, í morgun, bárust svo með skömmu millibili fjögur útköll vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fyrsta útkallið var vegna báts í Faxaflóa, skammt undan Syðra Hrauni, sem hafði orðið fyrir vélarbilun. Skipverji þurfti að drepa á vél bátsins ella hefði sjór flætt inn. Björgunarbáturinn Margrét Guðbrands frá Björgunarfélagi Akraness fór á vettvang og tók bátinn í tog og fer með hann til Akraness. Annað útkallið barst um tíu mínútum síðar vegna báts í Ísafjarðardjúpi sem var án vélarafls. Björgunarsveitin Kofri fór í það verkefni á nýjum björgunarbát sveitarinnar, Svan, og eru skipin nú í mynni Ísafjarðardjúps á leið til lands. Björgunarskipið Vörður II r nú á leið til hafnar á Patreksfirði í þéttri þoku en með fiskibátinn í togi.Landsbjörg Klukkutíma síðar, eða rétt upp úr klukkan átta, barst svo beiðni frá litlum fiskibát í mynni Patreksfjarðar, enn á ný vegna vélarbilunar. Björgunarskipið Vörður II hélt þegar út til aðstoðar og er nú á leið til hafnar á Patreksfirði samkvæmt tilkynningu í þéttri þoku en með bátinn í togi. Og rétt um níu í morgun barst svo fimmta útkallið, þegar áhöfn Hannesar Þ Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði var kölluð út vegna lítils fiskibáts sem staddur var vestur af Syðra Hrauni með bilaða vél.
Björgunarsveitir Sjávarútvegur Múlaþing Vesturbyggð Akranes Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Strandveiðar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira