„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 12:08 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“ Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“
Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira