Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar 20. maí 2025 14:32 Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar