Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar 20. maí 2025 14:32 Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun