Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesskaga Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2025 07:41 Báturinn hafði lent upp í klettóttri fjöru. Landsbjörg Áhafnir björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein og björgunarbátsins Njarðar voru kallaðar út af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fimm í morgun vegna strandveiðibáts sem hafði strandað á litlum hólma eða skeri, á móts við Litla Hólm, skammt norðan golfvallarins á norðanverðum Reykjanesskaga. Frá þessu segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Kemur þar fram að báturinn hafi lent upp í klettóttri fjöru. „Þegar björgunarsveitir komu á staðinn hafði skipverji komist að sjálfsdáðum í land. Björgunarsveitir hófust handa við að reyna að bjarga bátnum, meðal annars með því að koma fyrir belgjum og dæla úr honum, en talsverður sjór var þá kominn í hann. Landsbjörg Báturinn náðist svo af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk. Eftir að hafa hreinsað lausa muni sem flutu í kringum bátinn, var haldið til hafnar í Keflavík þangað sem komið var nú á áttunda tímanum. Skipverjinn var fluttur til aðhlynningar. Þetta er níunda útkall á björgunarskip Slysavarafélagsins Landsbjargar á síðastliðnum tveimur sólarhringum,“ segir í tilkynningunni. Báturinn náðist af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk.Landsbjörg Björgunarsveitir Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. 20. maí 2025 07:59 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Kemur þar fram að báturinn hafi lent upp í klettóttri fjöru. „Þegar björgunarsveitir komu á staðinn hafði skipverji komist að sjálfsdáðum í land. Björgunarsveitir hófust handa við að reyna að bjarga bátnum, meðal annars með því að koma fyrir belgjum og dæla úr honum, en talsverður sjór var þá kominn í hann. Landsbjörg Báturinn náðist svo af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk. Eftir að hafa hreinsað lausa muni sem flutu í kringum bátinn, var haldið til hafnar í Keflavík þangað sem komið var nú á áttunda tímanum. Skipverjinn var fluttur til aðhlynningar. Þetta er níunda útkall á björgunarskip Slysavarafélagsins Landsbjargar á síðastliðnum tveimur sólarhringum,“ segir í tilkynningunni. Báturinn náðist af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk.Landsbjörg
Björgunarsveitir Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. 20. maí 2025 07:59 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. 20. maí 2025 07:59