Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:33 Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun