Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:33 Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar