Skoðun

Ætlar Ís­land að fara sömu leið og Evrópa í út­lendinga­málum?

Kári Allansson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á óstjórn og ófremdarástandi í útlendingamálum. Tilraunir síðustu tveggja dómsmálaráðherra flokksins miðuðu að því að á Íslandi giltu sömu reglur og á Norðurlöndunum. Það er skoðun undirritaðs að það viðmið hafi falið í sér of litlar breytingar sem auk þess urðu allt of seint. Vildu íslenskir kjósendur virkilega fara sömu leið og Norðurlöndin í útlendingamálum?

Nú kveður við nýtt sósíaldemókratískt Viðreisnarviðmið frá dómsmálaráðuneytinu. Farið er úr öskunni í eldinn. Fram undan eru breytingar í útlendingamálum og á landamærunum, meðal annars innleiðing nýs verndar-og fólksflutningasamkomulags Evrópusambandsins. Vilja íslenskir kjósendur nú fara sömu leið og Evrópusambandið í útlendingamálum? Sýnist mönnum ástandið heilt yfir vera gott í Evrópu?

Ísland er fullvalda ríki, að minnsta kosti ennþá, og þarf hvorki að spyrja kóng né prest að því hverjir megi koma til Íslands eða dveljast hér. Í stað þess að eltast við fyrirmyndir frá Norðurlöndunum eða Evrópusambandinu, þar sem illa hefur tekist til, ættu Íslendingar að hafa vit á að hugsa sjálfstætt. Íslenskum stjórnmálamönnum ber að setja hagsmuni íslenskra kjósenda í fyrsta sæti. Fjöldi útlendinga á Íslandi þarf að vera viðráðanlegur í öllu tilliti. Annað er óábyrgt gagnvart öllum aðilum.

Höfundur er lögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×